Málörvun fyrir börn á leikskólaaldri

Skráðu þig á póstlista og fáðu tölvupóst um leið og nýjar færslur birtast

Um mig

Ég heiti Hildur Sigurjónsdóttir og er leikskólakennari frá Íslandi. Árið 2014 útskrifaðist ég frá Háskólanum á Akureyri með MEd í menntunarfræðum á yngsta stigi. Síðan þá hef ég starfað sem leikskólakennari í tveimur leikskólum, Krógabóli á Akureyri og Vallarseli á Akranesi.

Þegar ég vann á Krógabóli var mikil áhersla lögð á læsi og snjalltækni og vann starfsfólk leikskólans að þróunarverkefni því tengdu. Smellið hér fyrir frekari fróðleik. Á Vallarseli er mikið lagt upp úr fjölmenningu og læsi fyrir tví- og fjöltyngd börn. Ég fékk því góða fræðslu og reynslu á að vinna með læsi, snjalltækni og tví- og fjöltyngi í fyrrnefndum leikskólum.

Mér fannst tilvalið að safna því fjölbreytta námsefni til málörvunar sem til er og gera það aðgengilegra leikskólakennurum, leiðbeinendum, forráðamönnum og öðrum sem geta nýtt sér efnið. Vonandi nýtist vefsíðan sem flestum og verður með ykkar hjálp liður í að undirbúa börnin okkar betur fyrir lestrarnám.

Vefsíðan er styrkt af Vísindasjóði FL og FSL